Sveinbjörn er 74 ára og spilar í 1. deild í handbolta: „Bull og kjaftæði að menn verði of gamlir til að spila íþróttir“

Auglýsing

Sveinbjörn Sævar Ragnarsson stóð í marki Hvíta Riddarans hluta úr leik gegn HK í næstefstu deild Íslandsmótsins í handbolta um helgina. Þetta var ekki fyrsti og alls ekki síðasti leikur Sveinbjörns sem er fæddur árið 1944. Hann segir það bæði bull og kjaftæði að menn þurfi að hætta í íþróttum þegar þeir ná ákveðnum aldri.

Sveinbjörn hefur æft og spilað handbolta af kappi í tæp 50 ár og segist í samtali við Nútímann aðeins einu sinni hafa meiðst. „Ég er búinn að vera í handboltanum síðan árið 1970 og aðeins einu sinni meiðst. Þá var ég að spila fótbolta og sleit krossbönd. Annars hef ég aldrei misst úr æfingu eða leik þegar ég hef verið boðaður,“ segir hann.

Þrátt fyrir aldurinn er Sveinbjörn aldeilis ekki á þeim buxunum að hætta að spila. „Á meðan það er hægt að nota mig held ég áfram. Það er bull og kjaftæði að menn verði of gamlir til að spila íþróttir. Það hef ég alltaf sagt,“ segir Sveinbjörn.

Það sem skiptir mestu máli er að hafa áhuga á því hvað þú ert að gera. Ekki hvað þú ert gamall.

Lið Sveinbjörns, Hvíti Riddarinn, sendir tvö lið til keppni, annað í utandeildinni þar sem Sveinbjörn er aðalmarkvörður liðsins og hitt í Grill 66-deild karla sem er næstefsta deild. Eftir að meiðsli komu upp fyrir helgi þurfti Sveinbjörn að taka slaginn í 1. deildinni.

Auglýsing

Eftir leikinn skrifaði Sveinbjörn stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann velti því upp hvort um heimsmet væri að ræða. „Fékk nokkrar mínútur í lok leiksins og endaði með 50 prósent markvörslu tvo skot annað mark hitt varið,“ skrifaði Sveinbjörn í Facebook-færslu sem sjá má í heild hér að neðan.

Nú er spurning hvort heimsmet hefur elsti markvörður sem hefur spilað opinberri deild í handbolta verið sett var í 1….

Posted by Sveinbjörn Ragnarsson on Laugardagur, 3. febrúar 2018

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram