Sveppi gerir heimildarþætti um Eið Smára: „Atvinnumennskan er alls ekki dans á rósum“

Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi eins og hann jafnan kallaður, vinnur þessa dagana að heimildarþáttum um æskuvin sinn, Eið Smára Guðjohnsen. Þættirnir verða sex talsins og fjalla um feril Eiðs. Tökur eru byrjaðar og reiknað er með að þeim ljúki fyrir jól.

Sveppi greindi frá þessu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta hefur blundað í mér lengi. Mig langaði alltaf að gera tveggja klukkustunda heimildarmynd en það er svolítið flókið,“ sagði Sveppi í þættinum.

Ég ákvað að gera þetta þegar ég var staddur í heimsókn hjá Eiði. Þá bjó hann einn í blokkaríbúð í Knokke í Belgíu. Þá sá ég að þessi atvinnumennska er ekki alltaf bara dans á rósum.

Leikstjórinn Kristófer Dignus leikstýrir þáttunum með Sveppa en þeir hafa unnið mikið saman. Framleiðslufyrirtækið Pegasus framleiðir þættina sem sýndir verða í Sjónvarpi Símans á næsta ári.

Auglýsing

læk

Instagram