Taylor Swift sú tekjuhæsta á árinu

Auglýsing

Söngkonan Taylor Swift er efst á lista Forbes yfir stjörnur eða frægar persónur sem hafa þénað mest á undanförnu ári. Kylie Jenner er í öðru sæti.

Taylor Swift hefur þénað 185 milljónir dala sem eru rúmlega 23,2 milljarðar í krónum. Kylie Jenner þénaði um 170 milljónir dollara, eða um 21,4 milljarða króna.

Af efstu 10 einstaklingunum sem þénuðu mest eru þær einu konurnar en á eftir þeim koma Kanye West, Lionel Messi, Ed Sheeran, Cristiano Ronaldo, Neymar, The Eagles, Dr. Phil og Canelo Alvarez.

Þrátt fyrir að konur séu í efstu tveimur sætunum er kynjahlutfallið á listanum ekki eins og best væri á kosið en einungis 16 konur eru á lista yfir 100 tekjuhæstu einstaklingana. Listann í heild sinni má nálgast hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram