Teslan sem Elon Musk skaut út í geim hrapaði ekki til jarðar og lenti á Malölu

[the_ad_group id="3076"]

Grínfrétt vefsíðunnar Clickhole, um að Teslan sem Elon Musk skaut út í geim í febrúar síðastliðnum hafi hrapað til harðar og lent á baráttukonunni Malölu Yousafzai vakti mikla athygli í gær. Svo mikla að Elon og Malala lentu í spjalli á Twitter.

Tilefni gríns Clickhole er slæm umfjöllun um Elon Musk undanfarið. Tesla hefur mátt þola gagnrýni fjölmiðla vegna slysa sem sjálfkeyrandi bílar fyrirtækisins hafa valdið og hefur Musk verið gagnrýndur fyrir aðstæður starfsmanna í verksmiðjum bílaframleiðandans. Í kjölfarið fór Musk mikinn á Twitter og gagnrýndi fjölmiðla harðlega fyrir umfjallanir sínar.

Malala vakti heimsathygli árið 2012 þegar hún var skotin í höfuðið í árás Talibana í heimalandi sínu, Pakistan, vegna baráttu sinnar fyrir menntun stúlkna og ungmenna í landinu. Hún fékk svo Friðarverðlaun Nóbels í kjölfarið árið 2014.

[the_ad_group id="3077"]

„Áfram slæm fjölmiðlaumfjöllun fyrir Elon Musk: Teslan sem hann skaut út í geim hrapaði aftur til jarðar og kramdi Malala Yousafzai“ sagði fyrirsögn Clickhole. Fréttin reyndist ekki vera sönn enda verður að teljast ólíklegt að þessi atburður myndi gerast í alvöru.

Musk, sem þykir ansi sniðugur á Twitter, lék sér þó með fréttina og sagði þetta „heljarinnar viku“.

Stuttu seinna svaraði Malala sjálf tísti Musk og vitnaði í söngtexta frá Adele: „Halló, að handan“

Að endingu sagðist hún ætla að halda bílnum enda Tesla bílar mjög vinsælir. Þessi orðaskipti vöktu mikla athygli hjá notendum Twitter og einn notandi sagði þetta vera samskiptin sem heimurinn þarf á að halda í dag 

 

Auglýsing

læk

Instagram