The Rock gaf áhættuleikaranum bíl: „Hefur brotið mörg bein fyrir mig”

Leikarinn Dwayne Johnson, þekktur sem The Rock, gaf áhættuleikara sínum ansi góða gjöf í vikunni. The Rock kom honum á óvart með glænýjum bíl og birti myndband af viðbrögðum hans á Facebook síðu sinni.

Áhættuleikarinn Tanoai Reed hefur leikið áhættuatriði fyrir The Rock undanfarin sautján ár. The Rock er þekktur fyrir að leika í hasarmyndum sem innihalda nóg af áhættuatriðum og því hefur sennilega verið nóg að gera hjá Reed þessi sautján ár.

Reed meiddist við tökur á dögunum en sneri aftur á sett í vikunni. The Rock tók á móti honum með stórglæsilegum bíl sem var búinn til sérstaklega fyrir Reed.

„Yfir ferilinn minn hefur Reed brotið mörg bein, rifið vöðva og liðbönd og yfir höfuð verið algjör harðjaxl. Hann hefur verið valinn Áhættuleikari ársins oftar ein einu sinni,” segir The Rock.

Gjöfin kom Reed í opna skjöldu og hann brotnaði niður. Fallegt augnablik.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram