Thomas Møller Olsen dæmdur í 19 ára fangelsi

Auglýsing

Sjómaðurinn Thomas Møller Olsen var í dag fundinn sekur um morðið á Birnu Brjánsdóttur. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness rétt í þessu. Thomas var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið og stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta kemur fram á Vísi.

Thomas var ákærður fyrir að verða Birnu að bana með því að ráðast á hana í bíl sem hann hafði á leigu og varpa henni svo í vatn. Dánarorsök hennar var drukknun. Thomas var einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Thomas var dæmdur til að greiða Brjáni Guðjónssyni, föður Birnu, rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur ásamt vöxtum og Sigurlaugu Sveinsdóttur rúmlega þrjár milljónir í bætur ásamt vöxtum. Þá þarf hann að greiða 28 milljónir króna í sakarkostnað.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram