Þrír létust í flugslysi við Múlakot í Fljótshlíð

Auglýsing

Þrír létust og tveir voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að einkaflugvék skall til jarðar við Múlakot í Fljótshlíð um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook.

Rannsókn á vettvangi slyssins lauk í morgun en ekki liggur ljóst fyrir með hvaða hætti slysið varð. Frá því í gærkvöldi hefur verið rætt við vitni og aðstandendur fólksins og viðbragðsteymi Rauða kross Íslands var virkjað til að veita þeim sálrænan stuðning.

Eldur kom upp í vélinni þegar hún skall til jarðar en á fimmta tug slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, lögreglu og fleiri aðila tóku þátt í aðgerðum í gærkvöldi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram