Auglýsing

Þýskur netbanki horfir til Íslands

Þýski netbankinn N26 hyggst hefja starfsemi hér á landi á næstu vikum, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu, sem að DV greindi fyrst frá.

Bankinn mun bjóða upp á tvær tegundir reikninga, annars vegar venjulegan reikning, sem verður viðskiptavinum ókeypis til afnota, og síðan fyrirtækjareikning, sem mun bjóða viðskiptavinum sínum meðal annars upp á 0,1% endurgreiðslu fyrir allar færslur.

Viðskiptavinir bankans munu einungis geta notast við app til þess að sinna bankaviðskiptum sínum en bankinn rekur engin útibú. Í dag eru rúmlega 1,5 milljónir Evrópubúa í viðskiptum við bankann og segir í tilkynningu að samanlögð velta viðskiptavina bankans hljóði upp á rúmlega milljarð evra.

Fyrir helgi hóf N26 starfsemi í fjórum löndum sem eru með annan gjaldmiðil en evru, en þau eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Póllandi. Fyrir áramót er stefnt að því að bankinn verði með starfsemi í 22 Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi og Lichtenstein.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing