Túristar hvattir til að forðast nammi í lundabúðum: Dýrar Djúpur seldar sem „íslensk lundaegg“

Nammi í sérstökum umbúðum sem höfða til ferðamanna er mörg hundruð prósent dýrara en samskonar nammi í íslenskum umbúðum. Vefurinn Must See in Iceland varar ferðamenn við að kaupa nammi í lundabúðunum og bendir þeim á að kaupa það frekar í matvöruverslunum.

Í færslunni er bent á að Möndlur séu kallaðar Lava Sparks í lundabúðunum. Þar er pokinn seldur á 990 krónur en sama magn af Möndlum í íslenskum umbúðum færst á 215 krónur í Bónus. Munurinn er 360 prósent.

Djúpur eru seldar sem Icelandic Puffin Eggs í lundabúðunum og en þar kosta 150 grömm 990 krónur. Sama magn fæst hins vegar í Bónus á 298 krónur eða um 232 prósent minna.

Loks eru sterkar Djúpur seldar sem Icelandic Horse Doo Doos í lundabúðunum. Pokinn með 150 grömmum af namminu kostar 990 krónur en í Bónus kostar sama magn 249 krónur — um 298 prósent minna.

„Við framleiðum mikið af nammi. Þá meina ég mikið! við elskum að gæða okkur á allskonar nammi sem er framleitt hér á landi og inniheldur oftar en ekki lakkrísinn okkar, sem er heimsfrægur,“ segir Hallgerður í færslunni á vef Must See in Iceland.

Við kunnum sérstaklega illa við að sjá okrað á fólki. Sérstaklega þegar það er auðvelt að forðast það. Þannig að skilaboð þessarar færslu eru eftirfarandi: Ekki kaupa fáránlega verðlegt sælgæti í lundabúðum.

Hún segir að tölurnar í lundabúðunum hafi framkallað svima og gert hana ótrúlega sorgmædda. „Við urðum að forða okkur út. Við bjuggumst aldrei við að nammi gæti látið okkur líða svona. Gerið það fyrir okkur að versla í ódýru búðunum. Notið mismuninn til að njóta þess að upplifa okkar frábæra land í staðinn því þetta nammirugl er rán um hábjartan dag!“

Auglýsing

læk

Instagram