„Túrskatturinn“ loksins afnuminn

Alþingi samþykkti í dag frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðarvörum og getnaðarvörnum. Færast þessar vörur nú úr efra þrepi í það neðra og eru því skilgreindar sem nauðsynjavara en ekki munúðarvara.

Frumvarpið var fyrst flutt af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Píarata en frumvarpið var lagt fram af þingmönnum Pírata, Samfylkingarinnar, Miðflokksins og Flokks fólksins. Málið var fyrst lagt fram af varaþingmanni Pírata, Oktavíu Hrund Jónsdóttur en það kom í hlut Þórhildar að flytja frumvarpið fyrir hönd flokkanna.

Til hamingju konur!Í dag samþykkti Alþingi frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra…

Posted by Þingflokkur Pírata on Þriðjudagur, 11. júní 2019

Lögin taka þegar gildi og þá lækkar virðisaukaskattur á einnota tíðarvörum á borð við dömubindi, túrtappa og fjölnota á borð við tíðabikara úr 24% niður í 11%. Það liggur því fyrir að slíkar vörur verði nú mun ódýrari en áður en áætlaðar tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti tíðavara nam 37,9 milljónum síðasta ár.

Mikið hefur verið rætt um „túrskattinn“ eða „bleika skattinn“  eins og hann er kallaður, en slíkur skattur á við vörur sem markaðssettar eru fyrir konur. Myllumerkið #túrskattur fór á flug á íslenska Twitter árið 2015 í kjölfar margra annarra samfélagsmiðlabyltinga og grínuðust margar konur með að blæðingar þeirra væru lúxuslíf, þar sem fokdýrt væri að versla sér tíðarvörur. Ísland er ekki eina landið sem hefur vakið athygli stjórnvalda á þessum mismun, en sambærileg myllumerki má finna á ensku, frönsku og fleiri tungumálum.

„Bleiki skatturinn“ á ekki aðeins við um tíðavörur og getnaðarvarnir heldur annan varning eins og leikföng, rakvélar, úlpur og fatnað. Vísir fjallaði ítarlega um „bleika skattinn“ í febrúar 2016 en rannsóknir leiddu þar í ljós að vörur sem markaðssettar eru konum eru að jafnaði 7% dýrari en sambærilegar vörur markaðssettar til karla.

Í viðtali við Vísi segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynja-, viðskipta- og markaðsfræðingur að „bleiki skatturinn“ sé í raun tvíþættur. Annars vegar sé um að ræða neytendavörur sem verðlagðar eru hærra til kvenna en karla. Það er því ekki eiginlegur skattur heldur mismunur í verðlagningu og tekjur af slíkum „bleikum skatti“ renna ekki til ríkissjóðs heldur í vasa fyrirtækjanna sem framleiða vöruna og verslananna sem selja þær. Hins vegar er það bókstaflegur skattur sem stjórnvöld leggja á vörur eða þjónustu.

„Þar er nærtækast að nefna sem dæmi túrskattinn, þ.e. tolla og virðisaukaskatt á dömubindi, túrtappa og sambærilegar vörur. Slíkur skattur rennur beint í ríkissjóð og það er á færi stjórnvalda að breyta skattinum“ segir Katrín Anna í samtali við Vísi.

‘I’m on my period,’ MP tells Commons

Labour MP Danielle Rowley tells MPs she is on her period as she highlights the cost of sanitary products. During women and equalities questions, she told MPs: 'I would like to announce to you today and to the house, and perhaps you'll excuse me for my lateness, that today I'm on my period – and it's cost me this week already £25'

Posted by The Guardian on Fimmtudagur, 28. júní 2018

„Það sem konum svíður er ekki bara það að vörur sem eru markaðssettar til kvenna eru verðlagðar hærra heldur í ofanálag eru konur með lægri laun en karlar. Munurinn í ráðstöfunartekjum verður því enn meiri fyrir vikið“ bætir hún við.

Þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarpið liggur fyrir að þessar nauðsynjavörur verði ódýrari og algengari. Er það sannfæring þingflokkana sem fóru fyrir frumvarpinu að þetta stuðili að bættri lýðheilsu og muni jafna aðstöðumun fólks á aðgengi að mismunandi tegundum getnaðarvarna.

Auglýsing

læk

Instagram