Auglýsing

Tveir hafa reynt að svipta sig lífi á einum og hálfum mánuði

Alvarlegum atburðum í fangelsum landsins virðist fara fjölgandi en samkvæmt heimildum Nútímans hafa tveir fangar reynt að svipta sig lífi frá því í byrjun maí. Líkt og Nútíminn greindi frá í gær þá féll ungur íslenskur karlmaður, Ingvi Hrafn Tómasson, fyrir eigin hendi á Litla Hrauni þann 5. maí en síðan þá hafa fleiri alvarlegir atburðir gerst.

„Að mínu mati var ekkert faglegt við þessa handtöku og ekkert tillit tekið til neins“

Nútíminn ræddi við Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu, félags fanga á Íslandi, en hann staðfestir að upp hafi komið mjög alvarleg atvik síðan Ingvi Hrafn svipti sig lífi í byrjun síðasta mánaðar.

Leynd hvílir yfir sjálfsvígsbréfi á Litla Hrauni: „Af hverju fær pabbi hans ekki að vita hvað stóð í kveðjubréfinu?“

Eftirlitsnefndin ætti að skoða vinnubrögð

„Eftir umræddan atburð hafa fleiri alvarlegir atburðir gerst en þar náðist að grípa inn í,“ segir Guðmundur Ingi og bætir við að það sé jákvætt að umræðan um geðheilbrigðismál fanga sé að ná upp á yfirborðið.

„Við vonumst til þess að stjórnvöld geri meira í náinni framtíð. Afstaða hefur eflt sína starfsemi þegar kemur að geðheilbrigði fanga og munum gera okkar besta að grípa inn í þar sem stjórnvöld draga lappirnar. Það má segja að að sé verið að skoða margt þessi misserin er kemur að geðheilbrigðismálum og meðferðarmálum almennt en til að mynda hefur Heilbrigðisráðherra skipað nokkra vinnuhópa til að fara yfir þessi mál og sú vinna mun halda áfram og á að leggja fram hugmyndir að breytingum. Það má hrósa Heilbrigðisráðherra fyrir það,“ segir Guðmundur Ingi sem vill að eftirlitsnefndin sem sett var á laggirnar tl þess að fylgjast með störfum lögreglu svari því hvort vinnubrögð embættisins hafi verið eftir bókinni þegar Ingvi Hrafn var sóttur með offorsi á Vernd – þangað sem hann var fluttur á Hólmsheiði og síðar á Litla Hraun þar sem hann svo féll fyrir eigin hendi.

Ekkert faglegt við handtökuna

„Við getum aðeins verið með getgátur og það er óþarfi á þessu stigi málsins en klárlega hefði hægt að vinna þetta mun faglegra. Að mínu mati var ekkert faglegt við þessa handtöku og ekkert tillit tekið til neins, hvorki þann handtekna eða annarra íbúa og hvað þá brotaþola eða samfélagsins. Við höfum viljað sjá meiri fagmennsku hjá lögreglunni undanfarið en það má alveg taka undir að það hefur vantar töluvert upp á fagmennsku í mjög mörgum málum á undanförnu.“

Hvenær er nóg nóg? Hversu margir fangar þurfa að falla fyrir eigin hendi áður en yfirvöld vakna?

„Við höfum spurt sömu spurningar alloft undanfarin ár.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing