today-is-a-good-day

Twitter gerir grín að beinu útsendingunni frá opnun Costco: „Pínlegasti sjónvarpsviðburður ársins“

Það voru ekki margir við Costco í Kauptúni í morgun þegar verslunin var loksins opnuð kl. 9. Nokkrir biðu í röð við dyrnar og flestir sem voru mættir létu sér nægja að bíða í bílunum. Margir höfðu búist við meira öngþeyti og hafði björgunarsveitarfólk meðal annars fengið það verkefni að stjórna umferð fyrir utan verslunina. Hugsanlegt er að álagið verði meira síðdegis þegar fólk er búið í vinnunni.

Vísir var með tvo blaðamenn á vettvangi sem stjórnuðu beinni útsendingu frá klukkan hálf níu. Þau ræddu við fólk í röðinni og viðskiptavini inni í búðinni eftir að hún var opnuð. Það var ósköp tómlegt í verslunarhúsinu þegar þau gengu um og landsmenn gerðu að sjálfsögðu grín að þessu öllu saman á Twitter.

Nútíminn tók saman það helsta.

Pínlegasti sjónvarpsviðburður ársins?

https://twitter.com/halldorabirta/status/866938789008158720

Að geta ekki hætta að horfa…

Áttavilt kona þvælist sífellt fyrir myndavélinni

Sund eða bein útsending frá tómri Costco?

Auglýsing

læk

Instagram