Uppsagnir kennara að mestu bundar við tvo skóla, enginn sagt upp í Garðabæ, Kópavogi og á Akureyri

Auglýsing

Uppsagnir grunnskólakennara virðast að stærstum hluta vera bundnar við Seljaskóla og Dalsskóla í Reykjavík.

Tuttugu og tveir kennarar hafa sagt upp störfum í Seljaskóla síðastliðinn mánuð, samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Þór Jónssyni, skólastjóra skólans. Á fimmtudaginn í síðustu viku greindi RÚV frá því að sex kennarar hefðu sagt upp störfum í Dalsskóla. Ekki fengust upplýsingar hjá skólanum um hvort uppsögnum hafi fjölgað eftir það.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa tæplega þrjátíu kennarar sagt upp störfum hjá Reykjavíkurborg síðastliðinn mánuðinn. Þegar litið er til Seljaskóla og Dalsskóla hafa 28 kennarar sagt upp störfum þar og því eru uppsagnir í borginni aðallega bundnar við þessa skóla.

Magnús Þór segir að enginn eldri en 55 ára hafi sagt upp störfum. Allir sem hafa sagt upp tilkynntu honum að ástæðan fyrir uppsögninni sé kjaradeila kennara.

Auglýsing

Nútíminn óskaði eftir upplýsingum um fjölda grunnskólakennara sem hafa sagt starfi sínu lausu síðastliðinn mánuð í grunnskólum Reykjavíkur, Garðabæ, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Akureyrar.

Enginn kennari hefur sagt starfi sínu lausu á þessu tímabili í Garðabæ, Kópavogi og á Akureyri. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort eða hversu margir hafa sagt upp störfum í grunnskólum í Hafnarfirði.

Grunnskólakennarar um allt land lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag og héldu á samstöðufundi sem haldnir eru víða um landið. Samningafundur í kjaradeilu kennara hófst kl. 14.30 hjá ríkissáttasemjara.

Uppfært kl 16:40 Svar barst frá Hafnafjarðarbæ og hefur enginn grunnskólakennari sagt upp störfum síðastliðinn mánuð.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram