Úrslit alþingiskosninganna 2016 liggja fyrir, Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi

Úrslit liggja fyrir í alþingiskosningunum 2016.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29,1% fylgi og 21 þingmann kjörinn.

Vinstri hreyfingin grænt framboð er með 15,8% fylgi og 10 þingmenn kjörna, bæta við sig þremur frá síðustu kosningum.

Píratar eru með 14,4% fylgi og 10 þingmenn, bæta við sig sex þingmönnum frá síðustu kosningum.

Framsóknarflokkur er með 11,5% fylgi og átta þingmenn, tapa 11 þingsætum,

Viðreisn fær 10,4% fylgi og sjö þingmenn – nýr flokkur á þing.

Björt framtíð fær 7,2% fylgi og 4 þingmenn, tapa tveimur þingmönnum frá síðustu kosningum.

Samfylking fær 5,8% fylgi og 3 þingmenn, tapa 5 mönnum frá síðustu kosningum.

Auglýsing

læk

Instagram