Vandræðaskáld komin með nóg af jákvæðni Íslendinga og gefa út nýtt lag: „Ef helvíti er til þá er Lín með útibú þar“

Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur Bergmann Bragason mynda gríndúettinn Vandræðaskáld. Í dag sendu þau frá sér myndband við lag þar sem jákvæðni Íslendinga er tekin fyrir. Sesselía og Vilhjálmur segja að Íslendingar séu alltof jákvæðir.

Sjá einnig:Vandræðaskáld semja lag til heiðurs Bjarna Ben: „Hvað með þó að pabb’ans hafi kvittað fyrir perra?“

„Þetta er mikið samfélagsvandamál, sérstaklega á Íslandi, maður sér þetta inn á samfélagsmiðlum, sérstaklega á kommentakerfum, hvað Íslendingar eru upp til hópa alltof, alltof… jákvæðir,“ segja þau í myndbandinu.

Lagið fjallar um konu sem er svona rosalega jákvæð sama þó svo að hlutirnir fari síversnandi hjá henni. „Og eins og þannig fólk þá verður þetta lag bara gjörsamlega óþolandi,“ segir Sesselía.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram