Vegfarendur björguðu dreng sem féll niður sex hæðir

Vegfarendur björguðu lífi þriggja ára gamals drengs í borginni Chingqing í Kína í dag. Drengurinn féll fram af svölum og niður sex hæðir en vegfarendum tókst að grípa hann í stórt teppi og hann slapp ómeiddur Myndband af atvikinu má sjá á vef BBC og hér að neðan.

Á vef BBC kemur fram að amma drengsins hafi skotist út og að hann hafi verið einn heima hjá sér. Hann hafi farið út á svalir og komist yfir handriðið. Vegfarendur hafi orðið þess varir að drengurinn hafi hangið fram af svölunum, haldandi í handriðið.

Þeir brugðust fljótt við, sóttu teppi og strengdu á milli sín. Drengurinn náði að halda sér í um fjórar mínútur áður en hann missti takið og féll niður sex hæðir. Hann var fluttur á spítala en reyndist ómeiddur.

Auglýsing

læk

Instagram