Veronica Mars snýr aftur!

Auglýsing

Þið sem hélduð að nostalgíuverksmiðjan í Hollywood væri loksins uppiskroppa með hugmyndir af þáttaröðum til að endurvekja skuluð hugsa ykkar gang því Veronica Mars er á leiðinni!

Á næsta ári munu sjónvarpsþættirnir um Veronicu Mars snúa aftur. Streymisveitan Hulu mun bjóða upp á glænýja seríu næsta sumar en einnig verður hægt að streyma gömlum þáttum.

Að sjálfsögðu snýr Kristen Bell aftur sem Veronica en Percy Daggs III, Enrico Colantoni o.fl. hafa einnig staðfest endurkomu sína. Hægt er að fylgjast með framleiðslu þáttanna á twitter og instagram.

Auglýsing

Þrjár seríur voru sýndar á árunum 2004 til 2007 þegar framleiðslu var hætt. Árið 2014 kom síðan út kvikmynd sem fjármögnuð var að hluta til á Kickstarter.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram