Vildu skapa strandstemningu með innfluttu stráunum: „Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

Stráin umdeildu sem eru fyrir utan braggann í Nauthólsvík voru fengin til þess að skapa strandstemningu. Þetta segir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt í samtali við Fréttablaðið í dag.

Eins og DV greindi frá í vikunni kosta stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík um 757 þúsund krónur. Í grein Fréttablaðsins í dag kemur fram að niðursetning á þeim hafi í þokkabót kostað um 400 þúsund krónur. Alls hafi stráin því kostað 1.157 þúsund krónur.

Dagný segir í samtali við Fréttablaðið að stráin hafi verið dýrari þar sem ekki var hægt að kaupa fræ og rækta þau heldur einungis hægt að kaupa plöntuna. Hún segir að hún sé þó ekki viss um að kostnaðurinn sé meiri en ef venjulegum gróðri hefði verið plantað í staðinn.

„Það er svolítið verið að gera úlfalda úr mýflugu held ég,“ segir hún og bendir á að  megnið af þeim plöntum sem seldar eru á Íslandi séu innfluttar.

Auglýsing

læk

Instagram