Áfangaheimili fyrir konur verður opnað í Miðborginni

Auglýsing

,,Fjórtán herbergi verða á nýju áfangaheimili fyrir konur sem opnað verður í miðborginni. Þar verður unnið eftir áfallamiðaðri hugmyndafræði í samstarfi við Landspítalann og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt verður gengið til viðræðna við Rótina um rekstur Konukots, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg

En í dag samþykkti borgarráð tillögu velferðarráðs um opnun nýs áfangaheimilis fyrir konur í miðborg Reykjavíkur.

,,Áfangaheimili er tímabundið húsnæði til að leysa bráðan húsnæðisvanda þeirra sem hafa átt við áfengis- og annan vímuefnavanda að stríða og eru í virkri endurhæfingu eftir meðferð. Markmiðið er að bjóða einstaklingum sem hætt hafa neyslu öruggt heimili, stuðning og aðhald meðan þeir aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Í dag eru níu áfangaheimili í Reykjavík, ýmist rekin af félagasamtökum eða Reykjavíkurborg, þar sem rými er fyrir um það bil 200 einstaklinga,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur einnig fram að í það minnsta 25 konur gætu nýtt sér áfangaheimili í Reykjavík en þar verður unnið eftir áfallamiðaðri hugmyndafræði með náinni samvinnu við göngudeildarþjónustu Landspítalans og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Auglýsing

Áætlað er að kostnaður vegna reksturs áfangaheimilisins verði allt að 25 milljónir króna á ári og þar verður forstöðumaður í dagvinnu og félagsráðgjafi í hálfu starfi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram