WOW ævintýrið er búið

WOW air hefur lokið starfsemi sinni en þetta kemur fram á vef flugfélagsins í dag. Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að flugfélagið hefur verið að leitast eftir fjármagni síðustu mánuði til þess að halda fyrirtækinu gangandi. Skuldabréfaeigendur höfðu samþykkt það að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé en þrátt fyrir það er nú er ljóst að ekki gekk að safna því fjármagni sem þurfti. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 af Skúla Mogensen sem er forstjóri og hluthafi fyrirtækisins í dag.

Líkt og Vísir.is greindi frá fyrr í morgun myndaðist mikil óánægja og ringulreið meðal farþega WOW þegar allt flug á vegum fyrirtækisins var lagt niður. Fjöldi fólks er því fast og fluglaust á hinum ýmsu áfangastöðum WOW air um þessar mundir.

Auglýsing

læk

Instagram