Avocado-rist með chilliflögum

Auglýsing

Minn allra uppáhalds morgunmatur er avocado rist með góðum kaffibolla. Þetta er svo einfalt að það er varla hægt að kalla þetta uppskrift en hér er fljótleg og súper góð “uppskrift” af þessum allra besta morgunmat.

Hráefni:

  • 1 avocado 
  • 2 msk saxað kóríander
  • safinn úr 1/2 lime
  • 1/2 tsk chilliflögur
  • salt og pipar
  • 2 sneiðar gróft brauð eða jafnvel súrdeigsbrauð

Aðferð:

1. Ristið brauðsneiðarnar.

Auglýsing

2. Setjið allt hitt hráefnið í skál og stappið vel saman. Salt og pipar eftir smekk. Smyrjið á ristuðu sneiðarnar og bætið örlítið af chilli flögum og kóríander á toppinn. Ef þú vilt gera extra vel við þig er gott að spæla egg og toppa sneiðina með því.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram