Bakaður Brie ostur með Kahlua-sýrópi og pekanhnetum

Auglýsing

Hráefni:

  • 1 Brie ostur
  • 1 dl Kahlua
  • 1 dl púðursykur
  • 1 dl pekanhnetur, saxaðar gróft( hafa nokkrar heilar)
  • uppáhalds kexið þitt

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 190 gráður. Setjið ostinn í eldfast form og losið af honum efsta lagið(“skinnið”) með hníf, en ekki taka það af. Setjið ostinn í ofninn í um 15 mín. Þegar hann kemur úr ofninum er efsta laginu(sem var losað áðan) flett af.

2. Á meðan osturinn er í ofninum er Kahlua og púðursykurinn hitað að suðu á pönnu og látið malla í um 10-15 mín, þar til úr verður sýróp. Pekanhneturnar fara saman við síðustu 2 mínúturnar. Hellið blöndunni yfir ostinn og berið fram strax með kexi.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram