Basil kjúklingur í kókos-karrýsósu

Auglýsing

Hráefni:

 • 1/2 tsk cumin
 • 1/4 tsk kanill
 • 1/2 tsk svartur pipar
 • 1/2 tsk chili krydd
 • 1/2 tsk salt
 • 1/4 tsk turmerik
 • 500 gr kjúklingabringur skornar í bita ( eða úrbeinuð kjúklingalæri )
 • 2 msk ólívuolía
 • 1 rauðlaukur, skorinn smátt
 • 5 hvítlauksgeirar rifnir niður
 • 2 ferskir grænir chilli, skornir smátt
 • 1 dós kókosmjólk
 • 1 tsk Worcestershire sósa
 • 1/2 dl fersk basilika söxuð, plús extra til skrauts
 • 1 msk ferskt engifer rifið niður
 • soðinn hrísgrjón

Aðferð:

1. Blandið öllum kryddunum saman í lítilli skál.

2. Setjið kjúklingabitana í stærri skál og hellið kryddinu saman við. Blandið þessu vel saman og látið standa í 30 mín.

Auglýsing

3. Hitið 1 msk ólívuolíu á pönnu og steikið rauðlaukinn og ferskan chilli í um 3 mín. Bætið þá hvítlauknum saman við og steikið áfram í 1 mín. Takið þetta næst af pönnunni og leggið til hliðar í skál.

4. Setjið aftur 1 msk af ólívuolíu og steikið helminginn af kjúklingnum í nokkrar mínútur eða þar til hann fer að brúnast örlítið. Þegar hann er eldaður í gegn þá er hann tekinn af pönnunni og settur í skálina með lauknum. Steikið seinni helminginn af kjúklingnum og færið hann síðan yfir í sömu skál.

5. Hellið kókosmjólkinni á pönnuna og látið hana malla á meðalhita þar til hún fer að þykkna. Hrærir þá Worcestershire sósunni saman við. Bætið kjúklingum og laukblöndunni á pönnuna með kókosmjólkinni. Setjið basiliku og engifer einnig á pönnuna og leyfið þessu öllu að malla saman í 2 mín. Berið réttinn fram með hrísgrjónum og toppið með extra ferskri basiliku.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram