Fylltar „lasagna“ paprikur

Þessi réttur er mjög auðveldur og fljótlegur að útbúa. Mun fljótlegri ef maður á afgangs hakk frá kvöldinu áður sem er alveg tilvalið að nýta í þennan rétt. Svo má leika sér með uppskriftina og bæta við t.d. lauk eða sveppum eftir smekk. Njótið!

Hráefni:

2 rauðar paprikur

300-400 gr hakk

1/2 kúrbítur

1/2 lítil dós kotasæla

3 dl rifinn ostur

3 dl pastasósa

krydd eftir smekk ( t.d. basilika,oregano,paprika )

salt og pipar

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 190 gráður.

2. Skerið paprikurnar í tvennt og hreinsið innan úr þeim.

3. Steikið hakkið á vel heitri pönnu, kryddið eftir smekk og setjið sósuna saman við .

4. Kúrbíturinn er skorinn í mjög þunnar sneiðar ( gott að nota ostaskera ).

5. Paprikurnar eru núna settar í eldfast form eða á bökunarplötu með pappír. Síðan fyllum við þær lag fyrir lag. Hakk-kotasæla-kúrbítur-hakk-kotasæla-kúrbítur, þar til þær eru orðnar vel fullar.

6. Ost yfir og inní ofn í c.a 20 mín eða þar til að osturinn er orðinn vel gylltur og paprikurnar farnar að mýkjast vel.

Gott er að bera þetta fram með fersku salati og jafnvel smá fetaosti.

Auglýsing

læk

Instagram