Hvítlauks-kartöflumús með basil pestói

Það má vel kaupa basil pestó tilbúið í krukku en það er langbest heimalagað.

Hráefni í basil pestó:

  • 2,5 dl fersk basilika
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 msk furuhnetur
  • 1/2 dl rifinn parmesan
  • 1/4 tsk sjávarsalt
  • svartur pipar
  • 1/2 dl ólívuolía

Kartöflumús:

  • 8 hvítlauksgeirar, með hýðinu
  • 1 tsk ólívuolía
  • 10 meðalstórar kartöflur
  • 1 1/2 dl rjómi
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 6 msk smjör
  • sjávarsalt og hvítur pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Setjið allt hráefnið fyrir pestóið í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Setjið pestóið síðan í skál og leggið til hliðar.

2. Hitið ofninn í 180 gráður. Leggið álpappír eða bökunarpappír á ofnplötu. Raðið hvítlauknum á ofnplötuna og bakið í um 25 mín. Takið þetta úr ofninum og kælið nóg svo hægt sé að taka hvítlaukinn með höndunum og kreista þá úr hýðinu ofan í skál. Stappið þá vel með gaffli, svo þeir verði að mauki.

3. Á meðan hvítlaukurinn er í ofninum er kartöflurnar settar í pott með vatni og salti, náið upp suðu og látið kartöflurnar sjóða í um 30 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar.

4. Á meðan kartöflurnar sjóða er sýrðum rjóma, rjóma, smjöri og hvítlauknum hent á pönnu og hitað, hér á ekki að ná upp suðu heldur bara hita aðeins upp þar til smjörið og sýrði rjóminn hefur bráðnað.

5. Kartöflurnar eru afhýddar og stappaðar saman. Á meðan hellum við rjómablöndunni í pörtum saman við þar til við höfum náð þeirri áferð sem við viljum hafa. Kryddið til með salti og pipar.

6. Setjið stöppuna í skál og toppið með basil pestóinu.

Auglýsing

læk

Instagram