Hátíðlegir marengstoppar fyrir jólin!

Nútíminn heldur áfram að bjóða lesendum upp á frábærar uppskriftir og við erum í jólaskapi þessa dagana. Þessir hátíðlegu marengstoppar eru frábærir einir og sér með kaffibollanum en einnig er sniðugt að skreyta kökuna fyrir jólaboðið með þeim. Stjörnurnar og skrautið ætti að fást í verslunum eins og Hagkaup, Söstrene Grene eða sérhæfðum kökuskreytingarverslunum.

Hráefni:

  • 4 eggjahvítur við stofuhita
  • 2 dl sykur
  • hnífsoddur af cream of tartar eða vínsteinslyftidufti
  • 1/8 tsk möndludropar
  • grænn matarlitur
  • litlar kúlur og stjörnur til skrauts
  • Flórsykur til skrauts

Aðferð:

  • Hitið ofninn í 100 gráður.
  • Setjið eggjahvítur, sykur og cream of tartar/vínsteinslyftiduft í hrærivélaskál.
  • Hitið vatn í potti og leggið skálina yfir vatnið. Handþeytið vel þar til sykurinn hefur alveg bráðnað. Hrærið þá möndludropana saman við.
  • Þeytið þetta síðan í hrærivélinni á miðlungshraða þar til eggjahvíturnar eru aðeins farnar að stífna. Þá fer matarliturinn saman við. Stillið síðan á háan hraða og þeytið áfram þar til blandan er vel stíf.
  • Setjið blönduna í sprautupoka, setjið bökunarpappír á ofnplötu og gerið lítil jólatré á plötuna. Dreifið litlu kúlunum yfir( stjörnurnar fara eftir á)
  • Bakið í 2 klst. Eftir 2 klst er gott að slökkva á ofninum, opna aðeins hurðina á honum og leyfa þessu að standa áfram í ofninum í aðrar 2 klst.
  • Hrærið síðan saman c.a. 1 msk af flórsykri og 1 tsk af vatni og notið blönduna til þess að “líma” stjörnurnar á toppinn á jólatrjánum.
  • Þegar allt er klárt er fallegt að setja örlítið af flórsykri í lítið sigti og dreifa smá jólasnjó yfir trén.
Auglýsing

læk

Instagram