today-is-a-good-day

Kjúklingapasta í rjómasósu með beikoni

Hráefni:

150 gr beikon

200 gr kjúklingabringur

2 hvítlauksgeirar

1/2 laukur

2 dl rjómi

1 dl parmesan

1 msk smjör

200 gr pasta að eigin vali

2 dl af vatninu sem pastað er soðið í, er tekið frá og notað í sósuna

salt og pipar

steinselja til skrauts

Aðferð:

1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu og þegar pastað er klárt þá takið þið til hliðar 2 dl af vatninu og geymið fyrir sósuna.

2. Skerið beikonið í litla bita og steikið þar til það verður stökkt. Takið til hliðar og þerrið með pappír. Kryddið kjúklingabringurnar og steikið upp úr beikonfitunni, c.a. 2 mín á hvorri hlið. Takið þær síðan til hliðar.

3. Þrífið pönnuna og bræðið smjör á henni. Steikið lauk og hvítlauk í 3-4 mín eða þar til laukurinn fer að mýkjast. Bætið rjóma á pönnuna, soðvatninu af pastanu, og parmesanosti. Hrærið vel og látið malla í 2-3 mín. Kryddið til með salti og pipar.

4. Bætið soðna pastanu á pönnuna og leyfið þessu að malla rólega í 1-2 mín. Skerið kjúklingin í hæfilega munnbita og setjið út á pönnuna ásamt beikoninu. Berið fram með ferskum parmesan og steinselju.

Auglýsing

læk

Instagram