Öðruvísi föstudagspizza með fíkjum, parmaskinku og ferskum mozzarella

Auglýsing

Hráefni:

  • 1 til 2 msk ólívuolía
  • 220 gr ferskur mozzarella skorinn í sneiðar
  • 5-6 ferskar fíkjur skornar í sneiðar
  • salt & svartur pipar
  • 8-10 þunnar parmaskinkusneiðar
  • 2-3 msk balsamik-sýróp
  • 1 tilbúið pizzadeig

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu. Fletjið deigið út og leggið á ofnplötuna.

2. Penslið ólívuolíu yfir allt deigið og raðið mozzarella sneiðunum yfir. Raðið næst fíkjunum á milli ost sneiðanna. Kryddið með salti og pipar.

Auglýsing

3. Bakið í 15-20 mín eða þar til pizzan er elduð í gegn og kantarnir orðnir fallega gylltir. Þegar pizzan kemur úr ofninum er parmaskinkunni raðað yfir og balsamik-sýrópinu er „drisslað“ yfir. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram