Ofnbakaðar avocado franskar með Sriracha sósu

Auglýsing

Dásamlega góðar og stökkar avocado franskar. Fullkomið meðlæti eða sem smáréttur í hittinginn. Hér er lykilatriði að hafa avocadoið stinnt og alls ekki of þroskað.

Hráefni:

2 stór avocado, skorin í 1 og 1/2 cm þykkar sneiðar (best er að hafa þau meðalþroskuð, ekki of mjúk)

½ tsk salt

Auglýsing

¼ tsk svartur pipar

1/2 dl hveiti

2 stór egg, hrærð saman

2 dl panko raspur

1 dl majónes

2 msk Sriracha sósa

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður.

2. Kryddið avocado sneiðarnar með salti og pipar. Takið til skálar, eina með hveiti, eina með eggjum og eina með panko raspinum. Dýfið síðan avocado sneiðunum í hveitið, næst eggin og síðast í panko raspinn, á báðum hliðum. Gott er að þrýsta vel svo raspurinn haldist vel á. Raðið sneiðunum á ofnplötu með bökunarpappír.

3. Bakið þar til þetta verður fallega gyllt á litinn, snúið sneiðunum við eftir 15 mín og bakið áfram í 10-15 mín.

4. Hrærið saman majónes og Sriracha sósu og berið fram með “frönskunum”.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Rocky road bitar með Rolo súkkulaði

Rocky road bitar með Rolo súkkulaði

Bakaður brie með beikoni og döðlum

Bakaður brie með beikoni og döðlum

Franskar makkarónur með lime

Franskar makkarónur með lime

Besta bananabrauðið

Besta bananabrauðið

Instagram