today-is-a-good-day

Ofnbakaðar avocado franskar með chillimæjó

Dásamlega góðar og stökkar avocado franskar. Fullkomið meðlæti eða sem smáréttur í hittinginn. Hér er lykilatriði að hafa avocadoið stinnt og alls ekki of þroskað.

Hráefni:

2 stór avocado, skorin í 1 og 1/2 cm þykkar sneiðar (best er að hafa þau meðalþroskuð, ekki of mjúk)

½ tsk salt

¼ tsk svartur pipar

1/2 dl hveiti

2 stór egg, hrærð saman

2 dl panko raspur

1 dl majónes

2 msk Sriracha sósa

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður.

2. Kryddið avocado sneiðarnar með salti og pipar. Takið til skálar, eina með hveiti, eina með eggjum og eina með panko raspinum. Dýfið síðan avocado sneiðunum í hveitið, næst eggin og síðast í panko raspinn, á báðum hliðum. Gott er að þrýsta vel svo raspurinn haldist vel á. Raðið sneiðunum á ofnplötu með bökunarpappír.

3. Bakið þar til þetta verður fallega gyllt á litinn, snúið sneiðunum við eftir 15 mín og bakið áfram í 10-15 mín.

4. Hrærið saman majónes og Sriracha sósu og berið fram með “frönskunum”.

Auglýsing

læk

Instagram