today-is-a-good-day

Ofnbakaðar sætar kartöflur með fersku rósmarín og parmesan

Hráefni:

  • 2 stórar sætar kartöflur, afhýðaðar og skornar í teninga
  • 2 msk ólívuolía
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1 msk ferskt rósmarín saxað niður
  • salt og pipar eftir smekk
  • 1 dl rifinn parmesan

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.
  2. Setjið kartöfluteningana í skál ásamt ólívuolíu, hvítlauksdufti, helmingnum af rósmaríni, salti og pipar. Blandið þessu vel saman og dreifið næst úr þessu á ofnplötuna. Bakið í 20-30 mín eða þar til kartöflurnar eru mjúkar og farnar að gyllast.
  3. Takið plötuna úr ofninum og leyfið þessu að kólna í um 5 mín. Setjið þetta í stóra skál ásamt hinum helmingnum af rósmarín, parmesan, salti og pipar. Berið fram strax.
Auglýsing

læk

Instagram