Ofnbakaður kjúklingur í hvítlauk með sítrónu og ólívum

[the_ad_group id="3076"]

Hráefni:

 • 6 úrbeinuð kjúklingalæri eða bringur
 • 1/2 dl ólívuolía
 • 6 hvítlauksgeirar ( 2 rifnir niður + 4 heilir )
 • 2 dl fersk steinselja söxuð niður
 • sjávarsalt og svartur pipar
 • 2 sítrónur ( önnur skorin í tvennt og hin í sneiðar )
 • 4 msk smjör
 • 2 dl fersk basilika, söxuð niður
 • 1 dl grænar ólívur, saxaðar gróft niður
 • 2 msk eplaedik eða hvítvínsedik
 • 1 msk fiskisósa
 • 1/2 tsk rauðar chilliflögur
 • 1/2 kubbur fetaostur, mulinn gróflega niður

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Setjið kjúklinginn á ofnplötuna ásamt 2 msk ólívuolíu, 2 rifnum hvítlaukum, 1 dl steinselju, salti og pipar. Blandið þessu vel saman. Raðið sítrónusneiðum og heilum hvítlauksrifum yfir. Bakið í 35-45 mín.

[the_ad_group id="3077"]

3. Dressingin: Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er restin af ólívuolíunni sett í skál ásamt 1 dl steinselju, basiliku, ólívum, ediki , safanum úr 1/2 sítrónu og fiskisósu. Öllu blandað vel saman.

4. Takið kjúklinginn úr ofninum og fjarlægðið sítrónu sneiðarnar og heilu hvítlauksgeirana. Saxið hvítlaukinn og blandið honum saman við dressinguna. Kryddið til með chilliflögum og salti.

5. Berið kjúklinginn fram með dressingunni og muldum fetaosti.

Auglýsing

læk

Instagram