Ostafyllt tortellini með smjörsteiktum sveppum og parmesan

Auglýsing

  • 1 pakki ostafyllt tortellini
  • 1 fersk salvía, söxuð niður
  • 200 sveppir, skornir í sneiðar
  • 3 msk smjör
  • 1 msk ólívuolía
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn niður
  • 1 dl rifinn parmesan
  • Salt & Pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Sjóðið tortellini eftir leiðbeiningum á pakkningu.

2. Setjið 1 msk smjör og 1 msk ólívuoliu á pönnu og hitið vel. Bætið salvíu á pönnuna og steikið hana þangað til hún verður stökk. Takið hana þá af pönnunni og leggið hana til hliðar.

3. Bætið sveppum á pönnuna ásamt hvítlauk og 1 msk af smjöri. Steikið í um 5 mín eða þar til sveppirnir eru farnir að taka á sig fallega gylltan lit.

Auglýsing

4. Bætið elduðu tortellini á pönnuna ásamt 1 msk smjöri, parmesanostinum og stökku salvíunni. Blandið þessu vel saman og kryddið til með salti og pipar. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram