Blómkálssúpa með túrmerik og kóríander

Þessi súpa er fullkomin núna þegar fer að hausta, stútfull af hvítlauk, engifer, turmeric og öðrum dásemdum.

Hráefni:

  • 1 stórt blómkálshöfuð
  • 6 hvítlauksgeirar
  • 6 msk extra virgin ólívuolía
  • 1 3/4 tsk sjávarsalt
  • 1 stór laukur
  • 1 gulrót
  • 1 1/2 líter grænmetissoð
  • 1 1/2 tsk cumin
  • 1 1/2 tsk kóríander
  • 1 tsk engifer
  • 1 tsk turmeric
  • 1/4 tsk svartur pipar
  • vorlaukur til skrauts
  • Paprikukrydd til skrauts

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Skerið blómkálið í hæfilega bita og afhýðið hvítlauksgeirana, setjið þetta síðan í skál með 3 msk af ólívuolíu 1 tsk af sjávarsalti. Blandið vel og dreifið þessu síðan á ofnplötuna. Þetta fer inn í ofn í 30-35 mín, þar til þetta er orðið vel bakað og farið að gyllast aðeins.

2. Á meðan blómkálið er í ofninum þá takið þið góðan pott og steikið niðurskornar gulrætur og lauk í 2 msk af ólívuolíu í um 5 mín. Bætið grænmetissoðinu í pottinn ásamt cumin, kóríander, engifer, hvítlauk og svörtum pipar. Náið upp suðu í pottinum og sjóðið í um 15 mín.

3. Þegar blómkálið er komið úr ofninum þá takið þið til hliðar aðeins af því ( 1-2 dl ) sem þið sem “topping” á súpuna á eftir. Hellið síðan blómkálinu sem er eftir og hvítlauknum af plötunni ofan í pottinn. Má bæta við 1-2 dl af grænmetissoði,  1 msk ólívuolíu og 3/4 tsk salti. Síðan maukið þið þetta allt saman með töfrasprota þar til þetta verður silkimjúkt.

4. Skammtið súpunni í skálar og toppið með blómkálinu sem þið tókuð til hliðar, söxuðum vorlauk, ólívuolíu og smá paprikudufti.

Auglýsing

læk

Instagram