Þetta kartöflusalat er frábært til að taka með í útileguna!

Auglýsing

Hráefni:

 • 1 kg litlar kartöflur
 • 3 hvítlauksgeirar
 • sjávarsalt og svarturpipar
 • 1 dl cashew hnetur ( gott er að láta þær liggja í vatni í góða stund áður en þær eru notaðar)
 • 1 msk grófkorna sinnep
 • 1/2 -1 dl ólívuolía
 • 2 dl fersk basilka söxuð niður
 • 1/2 dl ferskt dill
 • 2 graslaukar, saxaðir niður
 • rauðar chilli flögur
 • safinn af 1/2 sítrónu

Aðferð:

1. Sjóðið kartöflurnar í salt-vatni þar til þær eru rétt svo eldaðar í gegn.

2. Setjið hvítlauk, cashew hnetur, sinnep og ólívuolíu í matvinnsluvél ( eða maukið með töfrasprota ) þar til blandan verður silkumjúk, bætið við örlitlu vatni ef þarf.

Auglýsing

3. Skerið kartöflurnar í tvennt og setjið þær í stóra skál. Blandið tilbúnu cashew-blöndunni, basiliku, dilli, graslauk og sítrónusafa saman við kartöflurnar og blandið vel saman. Kryddið til með salti, pipar og chilli flögum.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram