today-is-a-good-day

„ÁSTARSAGAN sem beðið hefur verið eftir … frábær!“

„Dag einn í desember“ eftir Josie Silver er komin út í þýðingu Herdísar Hübner. Gagnrýnandinn Miranda Dickinson segir um bókina: „ÁSTARSAGAN sem beðið hefur verið eftir … frábær!“.

Laurie trúir ekki á ást við fyrstu sýn því lífið er ekki bíómynd. En dag einn í desember, þegar hún er á heimleið með strætisvagni, kemur hún auga á hann í gegnum móðuna á rúðunni; hinn eina rétta. Hann mætir augnaráði hennar, andartakið er þrungið töfum – en svo ekur vagninn af stað. Laurie eyðir heilu ári í að leita hans – og finnur hann um næstu jól, þegar besta vinkona hennar kynnir nýja kærastann sinn fyrir henni.

Laurie reynir að láta lifið halda áfram og í tíu ár skarast leiðir þeirra Jacks gegnum vináttu og ástarsambönd, hjartasorgir og glötuð tækifæri, afneitun og erfiðleika. Saga þeirra er skemmtileg, hjartnæm og grípandi ástarsaga um örlög sem tvinnast saman og flækjast á ýmsa vegu á þyrnivegi hamingjunnar.

Josie Silver skrifar um rómantík og ást og skammast sín ekkert fyrir það. Hún kynntist manninum sínum þegar hún steig á fótinn á honum á afmælisdaginn hans og býr nú með honum í breskum smábæ ásamt tveimur ungum börnum þeirra og ketti. Dag einn í desember er fyrsta skáldsaga hennar og hefur þegar verið seld til margra landa.

Bókina er hægt að fá á vef Forlagsins HÉR. 

Verð er frá 2.990 kr. fyrir rafbók og 3.490 kr. fyrir innbundna.

Auglýsing

læk

Instagram