Bakarí Jóa Fel stefna í gjaldþrot sem tengist ekki Covid faraldrinum – komu að lokuðum dyrum

SH1506102648-1

Einn farsælasti bakari landsins gæti misst viðskiptaveldið sem hann hefur byggt upp síðustu áratugi. Jói Fel sem flestir þekkja sem sjónvarpskokk hefur ekki greitt leigu fyrir húsnæði sitt í Borgartúni og hefur því verið brugðist við með að loka bakaríinu.

Viðskiptavinir voru undrandi þegar þeir mættu til að kaupa góðgæti með kaffinu en komu að lokuðum dyrum. Héldu margir að þetta tengdist Covid en síðar kom í ljós að lokað var vegna skuldar Jóa Fel við leigusalann sem safnast hefur upp í lengri tíma.

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur nú farið fram á gjaldþrot vegna vangreiðslna Jóa Fel á lífeyrissjóðsiðgjöldum starfsmanna allt að 15 mánuði aftur í tímann – löngu fyrir Covid. Gjöldin voru dregin af launum  starfsmanna en skiluðu sér aldrei til lífeyrissjóðsins. Þetta gæti reynst alvarlegt mál fyrir bakarann góðkunna.

 

Auglýsing

læk

Instagram