Dularfullar 100 ára gamlar myndir – Sama stelpan á þeim öllum!

Á Krasnoyarsk Regional safninu í Rússlandi er fjöldinn allur af gömlum ljósmyndum.

Með nýrri tækni er hægt að „súmma“ inn á myndirnar og skoða ýmis smáatriði á þeim betur.

Sagnfræðingar gerðu merkilega uppgötvun á dögunum þegar þeir voru að fara yfir sirka 100 ára gamlar myndir sem teknar voru í Krasnoyarsk í mið Rússlandi.

Það er sama stelpan á þeim öllum!

Stelpan er á aldrinum 8-10 ára halda sérfræðingar en enginn veit hver hún er.

Tekin var ákvörðun um að dreifa myndunum í þeim tilgangi að komast að því hver hún er.

Stúlkan tilheyrði líklega hástettinni, af klæðnaði hennar að dæma.

Þrátt fyrir að flestar ljósmyndir frá þessum tíma séu merktar nafni ljósmyndarans eru þessar það ekki.

Talið er líklegt að hér sé um áhugaljósmyndara að ræða og að stúlkan sé dóttir hans eða frænka.

Starfsfólk safnsins segir að það væri gaman að komast að því hver hún er þar sem uppgötvunin hefur valdið miklum vinsældum en myndirnar hafa verið á safninu um árabil og jafnvel verið gerðar að plaggötum, áður en nokkur hafði áttað sig á því að stelpan væri á þeim öllum.

Auglýsing

læk

Instagram