Eiginmaðurinn hélt framhjá – svo hún notaði vínilplötusafnið hans til að endurinnrétta eldhúsið! – MYNDIR

Auglýsing

Hin 47 ára gamla Sonia Barton frá Belper í Derbyshire á Englandi ákvað að djassa aðeins uppá eldhúsið sitt eftir að eiginmaðurinn hélt framhjá henni.

Þriggja barna móðirin tók vínilplötusafn eiginmanns síns og notaði það sem hluta af nýju eldhúsgólfi hjá sér.

Í safninu má meðal annars finna plötur með Dire Straits, Jets Yazz, Hands Up, Showaddywaddy og Paper Lace – en það verður aldrei aftur hægt að nota þær til að hlusta á þessa tónlist.

Auglýsing

Sonia segist elska nýja gólfið sitt og að það fylli hana af gleði að fara inní eldhús – að hún hlægi bókstaflega í hvert sinn sem hún sjái plöturnar.

Hvað sem fólki finnst um það sem hún gerði við plötusafnið, þá verður allavegana að viðurkennast að gólfið sjálft er ótrúlega vel gert hjá henni!

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram