Elti uppi manninn sem keyrði hann næstum NIÐUR í Árbænum – „Þú getur sjálfum þér um kennt ef þú drepst“

Hún María Reynisdóttir setti þessa færslu í opna Facebook hópinn ‘Árbærinn’ eftir að pirraður ökumaður keyrði manninn hennar næstum niður.

Eiginmaður Maríu var á reiðhjóli og hann elti uppi ökumanninn til að tala við hann, en það var enga iðrun að finna hjá þeim manni:


Að gefnu tilefni langar mig að minna fólk að kynna sér reglur um gangandi vegfarendur og akstur reiðhjóla og ökutækja. Maðurinn minn var að hjóla heim úr vinnu í dag upp Rofabæinn (30km/klst hámarkshraði) þegar pirraður ökumaður ákvað að láta pirring sinn á hjólreiðamönnum bitna á honum með því að láta jeppann sinn næstum strjúka hliðina á manninum mínum þegar hann keyrði framhjá honum. Háskaleikur sem auðveldlega hefði getað endað illa. Maðurinn minn náði að elta ökumanninn og tala við hann og fékk þau fyrirmæli að hann ætti ekki að vera á götunni. Maðurinn minn spurði þá hvort hann vildi hafa það á samviskunni að slasa einhvern eða drepa með þessum háskaleik. Þá svaraði hann því að hann gæti sjálfum sér kennt ef hann dræpist.
Getum við ekki reynt að sýna tillitssemi í umferðinni, huga að náungakærleik og reyna að láta pirring ekki ráða för – Umferðin er þung á álagstímum en reynum að gera okkar besta að láta þetta ganga upp☀️
https://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/

Auglýsing

læk

Instagram