Fólk dreymir mikið sömu draumana – En veist þú hvað þeir þýða?

Draumar geta verið jafn skemmtilegir eða áhugaverðir og þeir geta verið hræðilegir.

Það sem er mest heillandi við drauma er sú staðreynd að við stjórnum þeim ekki, en þeir virðast samt oft tengjast andlegri líðan okkar frekar sterkum böndum.

Sálfræðingurinn Ian Wallace gerði rannsókn á draumum 200.000 einstaklinga og uppgötvaði að okkur dreymir mikið til sömu draumana.

Hér fyrir neðan má lesa niðurstöðurnar hans og þá merkingu sem hann setur í þessa algengustu drauma:

Einhver er að elta þig


Þetta er algengasti draumurinn sem fólk dreymir. Merking hans er mismunandi eftir því hvað það er sem er á eftir þér. Ef dýr er á eftir þér táknar það að þú átt erfitt með að stjórna hegðun þinni innan um fólk, þ.e. segir gjarnan það sem þú hugsar og framkvæmir án þess að pæla í hlutunum.

Ef það er skrímsli á eftir þér áttu í erfiðleikum með að læra eitthvað sem þú ert að vinna í að læra.

Ef það er manneskja að elta þig táknar það að þú forðast að nýta hæfileika þína til fulls og ert jafnvel ekki að nýta hæfileika sem þú veist innst inni að þú ættir að vera að nýta þér.

Heimili þitt eyðileggst í bruna eða út af vatni

Ef heimili þitt brennur er það merki um að eitthvað jákvætt. Brennandi hús táknar þörf til að nota listræna hæfileika sína til að bæta líf sitt.

Ef húsið eyðileggst í flóði eða á einhvern hátt með vatni þýðir það að þú ert að halda einhverju inni, tilfinningum sem valda því að þér líður eins og þú getir ekki skilgreint sjálfa/n þig.

Þú ert að drukkna

Það er eitthvað í gangi í lífi þínu sem þér líður eins og þú ráðir ekki við og þú átt erfitt með að bregðast við þeim aðstæðum.

Þú missir af eða mætir seint á mikilvæga samkomu eða fund

Þessi draumur táknar óttann við að hafa hugsanega misst af tilgangi sínum í lífinu. Fundurinn eða viðburðurinn í draumnum táknar draum sem þú hefur átt þér í lífinu en ekki náð að láta rætast.

Undirmeðvitundin er að gefa þér spark í rassinn og minna þig á að láta drauma þína rætast.

Auglýsing

læk

Instagram