Hann notaði saklausan mann sem skjöld í skotbardaga – Þetta er eins og úr bíómynd! – MYNDBAND

Það að nota saklausan einstakling sem skjöld (e. human shield) í skotbardaga er í hugum okkar flestra bara atriði úr bíómynd. Við höfum öll séð þessa senu áður og bíómyndir gera í því að búa til átakanleg atvik sem eru ekki líkleg til að gerast í alvörunni. En…þetta gerðist!

Í Sao Paulo í Brasilíu komu menn að bensínstöð sem ætluðu sér að drepa skotmarkið sitt, mann sem var að taka bensín. Þegar sá maður verður var við morðingjana þá tekur hann saklausan mann gíslingu og notar hann sem skjöld til að verja sig frá árás morðingjanna.

Morðingjarnir létu það ekki á sig fá, létu eins og þeir sæju ekki mannlegu fyrirstöðuna fyrir framan skotmarkið sitt, og steindrápu þann sem þeir ætluðu að drepa:

Það merkilega er, að sem betur fer þá slasaðist sá sem var tekinn gíslingu ekki neitt. Hann slapp alveg ómeiddur og það skilur það enginn, síst af öllu hann.

Auglýsing

læk

Instagram