Hvað þarf ég að endast lengi til þess að vera góður í rúminu?

Maraþonkynlíf eða einn snöggur?

Sálfræðingar og kynlífsfræðingar hafa rannsakað málið með mörgum einstaklingum og spurt þá hvað gott kynlíf eigi að taka langan tíma.

Er kynlíf betra ef það endist lengur?

Svarið kemur kannski sumum á óvart, en það er = Já

Maraþonkynlíf var samt sem áður ekki eitthvað sem einstaklingar af báðum kynjum sóttust eftir.

Í raun og veru viljum við að kynlíf sé stutt og lostafullt, en bara ekki of stutt.

Hér eru niðurstöður úr rannsókninni sem var gerð á vegum háskólans í Washington með hjálp yfir 50 sál- og kynlífsfræðinga:

10 mínútur er fullkominn tími.

1-2 mínútur þykir of stutt, 2-7 mínútur þykir gott en 10 mínútna kynlíf er fullkomið.

Hvað varðar kynlíf sem varir í 13 mínútur eða lengur, þá telja flestir að það sé of langur tími.

„Einn snöggur eða skyndikynlíf snýst meira um losta eða spennulosun en ást,“ sagði Pepper Schwartz, prófessor.

Kynlífsfræðingar í Washington segja 10 mínútna kynlíf vera langt og hinn fullkomna tíma. Ert þú sammála?

Auglýsing

læk

Instagram