Í staðinn fyrir að FJARLÆGJA steinana – þá byggðu þau þorpið í kringum þá! – MYNDIR

Þorpið Monsanto í Portúgal er einstakt því að þau ákváðu fyrir löngu að þau ætluðu ekki að fjarlægja steinana sem eru í fjallhlíðinni þar sem þorpið er staðsett – heldur byggja í kringum þá.

Húsunum er kreyst á milli risastóru steinana og litlar götur fara í gegnum stærstu steinana til að einfalda lífið fyrir þorpsbúa.

Árið 1938 var Monsanto kosið „Portúgalskasta þorpið í Portúgal“ í keppni sem náði yfir allt landið og síðan þá hafa verið stífar byggingareglugerðir sem tryggja að Monsanto haldist Monsanto.

Það er erfitt að komast í þennan litla bæ, en ef þú ert í Portúgal og ert tilbúin/-n að leggja það á þig þá á það svo sannarlega að vera þess virði.

Auglýsing

læk

Instagram