Milljónir tölvuleikjaspilara munu nálgast „NBA 2K21“ strax á útgáfudegi (föst. 4. sept) – gæti sett sölumet! – Myndir

NBA 2K tölvuleikirnir eru meðal þeirra allra vinsælustu í heiminum og síðasta útgáfa seldist í yfir 12 milljónum eintaka á skömmum tíma. Föstudaginn 4. september kemur út nýjasti leikurinn í NBA 2K seríunni eða NBA 2K21, en leikir seríunnar hafa komið út samfleytt síðustu 19 árin.

Leikurinn er einn sá umtalaðasti í heiminum og er „trending“ á Twitter þegar þetta er skrifað. Allt stefnir í sölumet í Bandaríkjunum hið minnsta og líklega í fleiri löndum.

NBA 2K21 býður uppá allan pakkann þegar kemur að körfubolta og þeirri menningu sem skapast hefur í kringum íþróttina.  Þar á meðal er besta spilunin, heilt samfélag á netinu sem getur spjallað og spilað, fjölmarga möguleika í spilun og margt fleira.

“Þetta er einstakt ár í sögu NBA og körfuboltaleikja og við hjá Visual Concepts eru mjög stolt að því að geta fært milljónum spilara um allan heim NBA 2K21,” segir Greg Thomas, forstjóri Visual Concepts.  “Við erum mjög spennt að rífa í stýripinnana og fá að spila við aðra í gegnum netið.”

NBA 2K21 sem kemur út á núverandi kynslóð leikjatölva inniheldur fjölmargar viðbætur og nýjungar sem ætti að henta bæði nýjum spilurum og einnig þeim sem hafa spilað leikina í mörg ár.

  • Raunverulegri en áður – NBA 2K21 heldur áfram að ryðja brautina sem raunverulegasti körfuboltaleikur allra tíma með því að sífellt bæta grafíkina, gervigreind leikmanna, skarta fjölbreyttum spilunarmöguleikum og fleira. Spilarar geta hreinlega fundið orkuna frá áhorfendum, spennuna sem fylgir leikjum í NBA deildinni og þá skemmtun sem er í kringum eina vinsælustu deild heims. 
  • Fullkomin spilun – Stýringar leiksins eru einstakar og geta spilarar haft fullkomna stjórn á boltanum með svokölluðu “Pro Stick”. Spilarar leiksins geta framkvæmt allskyns skot og leikkerfi með áhrifaríkum stýringum leiksins.
  • Búðu til þitt allra besta lið Spilarar geta safnað saman heitustu stjörnum NBA deildarinnar auk eldri goðsagna úr boltanum í MyTEAM. Nú geta spilarar skellt í feril í nýjum spilunarmöguleika MyCAREER Story.  Leikmenn byrja ferilinn í háskóla í bandaríkjunum og þurfa að komast á stóra sviðið.  Þessi hluti leiksins er keyrður áfram með söguþræði sem er fullur af spennu og drama.
  • Nýtt svæði í “Neighborhood” – Baðaðu þig í sólinni á sama tíma og þú keppir 1v1, 3v3 og 5v5. Nýja “hverfið” er staðsett á ströndinni og skartar nýrri grafík og möguleikum.  Hér er tækifæri fyrir spilara að sýna hvað í þeim býr á ströndinni.
  • Föt, fylgihlutir og tónlist – Leikurinn inniheldur allt það nýjasta í fatnaði og fylgihlutum sem gerir spilurum kleift að dressa sig upp. Auk þess skartar leikurinn mikið af tónlist frá bæði heimsþekktum listamönnum og minna þekktum sem eru að taka sín fyrstu skref.

NBA stjarnan Damian Lillard er á kápu leiksins sem kemur út föstudaginn 4. september á Xbox One, PlayStation®4, Nintendo Switch™, Windows PC og Google Stadia.

(Þessi færsla er kynning sem m.a. er unnin upp úr fréttatilkynningu frá söluaðila leiksins.)

Auglýsing

læk

Instagram