Mín einhverfa saga eftir Snævar Örn – „Heilinn minn virkar öðruvísi en hjá hinum krökkunum“

Hérna er fallegt myndband um lítinn strák sem heitir Snævar Örn. Hann er einhverfur og segir okkur í þessu myndbandi hvernig líf hans er.

Um Snævar.
„Snævar Örn er blíður og yndislegur drengur og hefur alltaf verið rólegt barn. Hann fékk greininguna dæmigerð einhverfa fyrst þegar hann var um 3 ára og sýndi hann þónokkur einkenni einhverfu. Hann tildæmis svaraði illa kalli og raðaði dótinu sem hann lék sér með í röð í stað þess að leika sér með það. Hann fékk stuðning í leikskóla hjá yndislegri konu sem gerði kraftaverk með hann í atferlisþjálfun. Hann lærði fljótt að leika sér, tengja orðin saman í setningar og hvernig hann ætti að bera sig að í hóp af börnum. Hann kunni alla stafi 2 ára og lærði að lesa 4 ára. Hann fór í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun í æfingastöðinni og hefur hann alla tíð fengið mikla líkamlega örvun í formi íþrótta frá nokkra mánaða aldri. Hann á marga vini sem leika við hann daglega og er hann afar kátur með lífið.“

Hér er myndbandið.

Mín einhverfa saga eftir Snævar Örn from Bjarney Ludviksdottir on Vimeo.

Auglýsing

læk

Instagram