NETFLIX raunveruleikaþættir tómt bull? Par úr SELLING SUNSET var löngu gift áður en brúðkaupið var endurgert fyrir þættina – myndband!

Flestir vita að svokallaðir raunveruleikaþættir eru skipulagðir þannig að áhorfendur hafi sem mest gaman. Það hafa hins vegar verið mörk fyrir því hvað má og hvað má ekki gera í svona þáttum.

Selling Sunset hefur slegið í gegn á Netflix og eru mjög fínir þættir. Önnur sería hefur að miklu leyti snúist um undirbúning fyrir brúðkaup Mary Fitzgerald and Romain Bonnet.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá þessa spennandi atburðarrás sem áhorfendur eru límdir yfir. Slúðursíðan TMZ komst hins vegar að því að Marry og Romain voru löngu gift áður en tökur á þáttunum hófust.

Þau giftu sig 4 mánuðum áður en Netflix hóf upptökur og voru beðin um að halda því leyndu svo hægt væri að fjalla um brúðkaupið í þáttunum.

Í stuttu máli þá má segja að mest lítið af því sem sést í annari þáttaröð sé „raunverulegt“ heldur er þetta allt leikið og sett á svið. Þetta er ekki vinsælt hjá aðdáendum sem gera kröfu um að stórir atburðir séu ekki uppspuni frá byrjun í þáttum sem segjast vera raunveruleikaþættir.

 

Auglýsing

læk

Instagram