Óléttar konur forðist KAFFI – gæti valdið FÓSTURLÁTI samkvæmt umdeildri rannsókn kennara við HR sem vekur heimsathygli!

Barnshafandi konum er ráðlagt að forðast ýmsar matar- og drykkjavörur á meðgöngu. Það hefur hins vegar þótt í lagi að drekka kaffi í hæfilegu magni.  Jack E. James sem er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík hefur unnið rannsókn sem hefur vakið heimsathygli.

Hann notaði gögn úr 1200 mismunandi rannsóknum á áhrifum kaffis á meðgöngu. Niðurstaða hans er að kaffi auki líkur á fósturláti, stuðli að of lágri þyngd við fæðingu, geti orsakað hvítblæði og offitu á barnsaldri.

Með öðrum orðum þá segir prófessorinn að það sé alls ekki óhætt fyrir þungaðar konur að drekka kaffi í neinu magni. Þetta hafi hann sýnt fram á með rannsókn sinni og niðurstöðurnar séu frekar sannfærandi.

Þessi niðurstaða er þó ekki í samræmi við opinber viðmið heilbrigðisyfirvalda í flestum löndum þar sem 200 mg af kaffi á dag eru talin skaðlaus með öllu.

Dr Luke Grzeskowiak hefur tjáð sig um rannsóknina og segir hana valda óþarfa kvíða hjá þunguðum konum.  Hann hefur ekki trú á að kaffi í litlu magni geri nokkuð af því sem prófessorinn við HR heldur fram en játar að í mjög miklu magni gæti kaffi þó verið skaðlegt.

Rannsóknin hefur vakið athygli BBC og fjölmiðla um allan heim en þó verður alltaf að taka slíkum niðurstöðum með fyrirvara þar til fleiri rannsóknir staðfesta hið sama.

 

Auglýsing

læk

Instagram