Par byggði kofa fyrir 200 þúsund til að spara og safna fyrir íbúð – MYNDIR

Breska parið Khristian Montez, 29 ára og Kyra Powell, 28 ára ákváðu að þeim langaði til þess að fara að kaupa sér sína eigin íbúð.

Þau áttuðu sig þó fljótt á því að það væri þeim ómögulegt að spara fyrir íbúðinni og borga leigu – svo þau brugðu á það ráð að byggja sér kofa í útjarðri Hereford í Bretlandi.

Nú búa þau í kofanum á meðan þau safna fyrir innborgun á íbúð.

Kofinn er tveggja hæða og á efri hæðinni er svefnpláss með tvíbreiðu rúmi.

Kofinn er virkilega vel skipulagður og fallega innréttaður hjá þeim, þrátt fyrir að hafa aðeins kostað 200 þúsund krónur í byggingu.

Nú langar þau Khristian og Kyru að deila sögu sinni með öðrum ungum pörum og eru tilbúin að kenna fólki hvernig á að smíða svona kofa svo hægt sé að búa í honum.

Það er spurning að senda einhvern sendifulltrúa héðan út til að læra þetta svo ungir Íslendingar geti nýtt sér þessa hugmynd.

Auglýsing

læk

Instagram