today-is-a-good-day

Skemmtikrafturinn Hjálmar býr til heila bíómynd sem hverfur af Snapchat innan 24 tíma – verður líklega aldrei sýnd aftur

Hjálmar Örn Jóhannsson er einn vinsælasti grínisti landsins en hann hefur farið ótroðnar slóðir til að gleðja okkur öll. Hjálmar vann á leikskóla áður en hann lét sér detta í hug að nýta sköpunargáfuna til að skemmta sér og öðrum á Snapchat.

Hvítvínskonan var fyrsta persónan sem Hjálmar skapaði sem varð geysivinsæl um allt land. Hann hefur mætt í veislur og skemmt í hlutverki hennar. Hann hefur svo bætt við öðrum fyndnum persónum sem eiga sína aðdáendahópa.

Hann lék aðalhlutverkið í bíómyndinni Fullir vasar og hefur haldið úti vinsælum hlaðvarpsþætti sem nefnist Hæ Hæ. Hjálmar leggur gríðarlega mikinn metnað í að skemmta fólki og er hefur nú lagt nótt við dag ásamt vini sínum til að útbúa heila bíómynd sem verður aðeins sýnd í 24 klukkustundir.

Myndin verður bara sýnd 18. ágúst 2020 og hverfur svo alveg eftir þann dag. Líklega verður myndin aldrei sýnd aftur svo þeir sem eru nógu fljótir ættu að heimsækja síðu Hjálmars á Snapchat áður en það er of seint.

Getið fundið Hjalmarorn110 á Snapchat eða smellt á þennan hlekk: https://www.snapchat.com/add/hjalmarorn110

Auglýsing

læk

Instagram