Auglýsing

Snillingar eiga færri vini og eru einfarar svo ekki hafa áhyggjur – myndband

Það er mikilvægt að eiga samskipti við fjölskyldu, vini og ættingja við hvert tækifæri. Það er þó allt í lagi að vera einfari því það getur jafnvel verið merki um snilligáfu.

Þeir sem breyta heiminum eru fólk með sérgáfu á einhverju sviði. Þegar þú ert á kafi í tónlist, stærðfræði eða vísindum er oft enginn tími til að spjalla við vini á kaffihúsi.

Það er því ekkert athugavert við að eyða tíma með sjálfum sér svo lengi sem það á sér eðlilegar skýringar en er ekki þunglyndi eða veikindi.

T.d. var JK Rowling sem samdi Harry Potter bækurnar nánast horfin úr venjulega heiminum á meðan hún skapaði ævintýri sem breyttu lífi barna og fullorðinna um allan heim.

Uppfinningamaðurinn Nicola Tesla var ömurlegur í samskiptum en var áratugum á undan öllum í tæknigeiranum. Steve Jobs sem skapaði Apple og iPhone var með þráhyggju fyrir starfi sínu og hafði sjaldan samband við aðra en starfsmenn og vinnufélaga. Hann var líka erfiður í skapinu en það hjálpaði honum að koma hlutum í verk.

Þannig ef þú ert ein eða einn um þessar mundir þá getur verið að þú sért að sinna áhugamáli eða ættir að skoða ný áhugamál. Kannski kemur í ljós að þú ert snillingur á einhverju sviði sem enginn hefur fundið upp áður.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing